Karfa 0

Um okkur

Marc Inbane er hollenskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í lúxus snyrtivörum og er leiðandi aðili á sviði brúnkusnyrtivara. 

Stjörnurnar nota línuna til að ná náttúrulegum húðlit og vörurnar koma oft við sögu á tískusýningum stóru húsanna. Merkið hefur nú þegar unnið til nokkurra mikil metinna verðlauna og vörurnar eru seldar í yfir 40 löndum. Hárgreiðslufólk, förðunarfræðingar og húðsjúkdómalæknar mæla með og nota vörurnar daglega. 

SAGAN

Eftir að hafa misst af fl ugi frá Amsterdam sátu Ingo, Bart og Nele saman, biðu eftir næstu vél og fylgdust með öðrum farþegum ganga um. Þau tóku fljótt eftir ólíku fasi og líkamsburði farþeganna sem voru á heimleið og þeirra sem voru að fara út. Farþegar á heimleið voru geislandi, sólbrúnir og heilbrigðir sem hafði augljós jákvæð áhrif á göngulag og líkamsburð þeirra. 

Það var við þessar aðstoður að hugmyndin að náttúrulegu brúnkuspreyi fæddist; heilbrigð leið til að viðhalda sólbrúnku allan ársins hring. INgo, BArt og NEle blönduðu saman nöfnunum sínum og MARC INBANE varð til þann 21. apríl 2012.

bpro heildverslun er umboðsaðili Marc Inbane á Íslandi. Önnur vörumerki bpro eru label.m, HH Simonsen, Davines, Execellent Edges, Andis, Comfort Zone, Skin Regimen og Marc Inbane. 

bpro heildverslun
Smiðsbúð 2
210 Garðabær
s. 5525252