Karfa 0

Um okkur

Marc Inbane er hollenskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í lúxus snyrtivörum. 

bpro er umboðsaðili Marc Inbane á Íslandi. 

bpro heildverslun var stofnuð árið 2010 af þeim Sigrúnu Bender og Baldri Rafni Gylfasyni. Þau byrjuðu smátt í 25fm bílskúr með eitt merki. En ekki leið á löngu þar til bílskúrinn varð of lítill og þau neyddust til að stækka við sig. Einungis 4 árum eftir stofnun bpro festu Baldur og Sigrún kaup á tæplega 300fm húsnæði í Ögurhvarfi 4 í Kópavogi þar sem nú starfa 6 starfsmenn í fullu starfi og 2 starfsmenn í 50% starfi auk nokkurra verktaka sem taka að sér alls kyns verkefni fyrir bpro og eru þau komin með 8 vörumerki. Nýja húsnæðið er sér hannað til þess að taka á móti gestum, halda námskeið og fyrirlestra og halda fundi og kynningar.  bpro sérhæfir sig í sölu á hágæða hárvörum til fagaðila. Vörumerki bpro eru label.m, HH Simonsen, Davines, Execellent Edges, The Wet brush, Crazy Color, Palco og Marc Inbane.