Karfa 0

Þrjár nýjar vörur frá Marc Inbane

Á dögunum bættust þrjár gjeggjaðar vörur við vöruúrvalið frá Marc Inbane. Þetta eru vörur sem við erum búin að bíða spennt eftir og vitum að þær eiga eftir að slá í gegn hjá öllum Marc Inbane aðdáendum!
Marc Inbane Crème Solaire Bronze SPF30 sólarvörn
Crème Solaire Bronze SPF30 er rakagefandi sólarvörn sem inniheldur Reef friendly UV filtera sem þýðir að hún hefur ekki skaðleg áhrif á lífriki sjávar. Sólarvörnin gefur léttan lit sem jafnar húðtón og gefur einstaklega fallegt glow. Létt og olíulaus áferðin gerir vörnina að frábærum grunn fyrir farða. 
Marc inbane creme solaire bronze spf30 sólarvörn
Hér getur þú verslað Marc Inbane Crème Solaire sólarvörnina. 
Marc Inane Perle de Soleil Ampúlur
Perle de Soleil brúnkudroparnir hafa heldur betur slegið í gegn hjá landanum og eru nú loks fáanlegir í 1ml ampúlum. Þetta er frábær leið til að kynnast vörunni fyrir þá sem eiga það enn eftir, en einnig tilvalið til að taka með í ferðalög. Hver ampúla inniheldur ca. 15 dropa og eru 10 glös í pakkanum. 
marc inbane perle de soleil brúnkudropar í ampúlum brúnku ampúlur
Hér getur þú lesið allt um Perle de Soleil ampúlurnar. 
Marc Inbane Body Brush
Þeir sem elska Powder og Kabuki burstana verða að eignast þennan dásamlega body bursta. Burstinn er þéttur og silkimjúkur og dreifir brúnkunni fullkomlega hvort sem um er að ræða sprey eða froðu. 
marc inbane body brush líkamsbursti brúnkubursti
Hér getur þú verslað Marc Inbane Body burstann. 


Older Post