Karfa 0

Q & A

Algengum spurningum um
lúxus brúnkuspreyin frá MARC INBANE svarað

MARC INBANE býður upp á tvenns konar brúnkusprey. Annars vegar orginal Náttúrulega brúnkuspreyið og hins vegar Hýalúronsýru brúnkuspreyið. Einnig er í boði brúnkufroða sem og brúnkudropar sem blandað er út í dagkrem, en hér leitumst við við að svara nokkrum algengum spurningum um spreyin tvö. 

MARC INBANE náttúrulegt brúnkusprey & brúnkufroða

1. Smitast spreyið í föt eða rúmföt?

Þegar þú ferð í sturtu eða þværð þér í framan fyrst eftir að hafa borið á þig brúnku frá MARC INBANE getur liturinn dofnað örlítið. Þetta er umfram brúnka sem síaðist ekki inn í húðina. Eftir fyrsta þvott smitast liturinn ekki lengur.

2. Hvenær er spreyið þornað?

Spreyið þornar á 10-15 mínútum (hægt að flýta ennþá meira fyrir með hárblásara!). Eftir þann tíma er þér óhætt að klæða þig. Ekki fara á æfingu eða í sturtu fyrstu þrjá tímana þar sem spreyið þarf tíma til að síast inn í húðina og framkalla lit.

3. Geta allir notað brúnkuspreyið?

Já, brúnkuspreyið frá MARC INBANE hentar öllum húðgerðum. Það er tilvalið fyrir óléttar konur eða fólk sem af læknisfræðilegum ástæðum ætti ekki að eyða miklum tíma í sól til að fá náttúrulegan og fallegan lit.

Vörurnar frá MARC INBANE bjóða upp á örugga leið til að fá fallegan og náttúrulegan lit án aðkomu skaðlegra UV geisla frá sólinni. Heilbrigður ljómi fyrir allar húðgerðir.

4. Er hægt að setja brúnkuspreyin yfir farða?

Já, það er möguleiki. Spreyin frá MARC INBANE gefa náttúrulegan ljóma yfir farða. En það er gott að hafa í huga að þegar farðinn er þrifinn af fer liturinn að öllum líkindum af líka.

Farði þekur húðina sem þýðir að spreyið síast ekki inn að fullu. Þetta þýðir að ef spreyið er sett yfir farða endist liturinn oftast í einn dag á meðan hann endist í allt að fimm daga (Náttúrulega brúnkuspreyið) eða níu daga (Hýalúronsýru brúnkuspreyið) ef spreyjað er á hreina húð.

5. Verð ég appelsínugul(ur) af spreyjunum?

Nei, brúnkuspreyin frá MARC INBANE innihalda ekki karotín, en karotín veldur því að margar brúnkuvörur gefa appelsínugulan lit. Með MARC INBANE er því óþarfi að hafa áhyggjur af gulrótalitnum. 

6. Eru mismunandi litir af brúnkuspreyi?

Nei, spreyin frá MARC INBANE koma bara í einum lit. Þau aðlagast fullkomlega þínum náttúrulega húðlit sem gerir það óþarft að vera með mismunandi liti af spreyi. Einfalt og gott.

marc inbane á íslandi snyrtitaska jólagjöf 

Hér getur þú skoðað allt vöruúrvalið frá MARC INBANE, en þessa dagana fylgir glæsileg snyrtitaska með þegar verslað er fyrir 12.000kr eða meira.Older Post Newer Post