Karfa 0

Nýtt ilmkerti frá MARC INBANE: Oriental Boisé

Ilmkertin frá MARC INBANE eru í uppáhaldi hjá kerta-aðdáendum um allan heim enda er seiðandi ilmur af þeim og ekki skemma falleg munnblásin glerglösin fyrir!
Nú hefur nýr ilmur bæst í flóruna og ber hann nafnið Oriental Boisé.
Oriental Boisé er dásamlega ferskur viðarilmur sem inniheldur meðal annars jasmín og lárviðarlauf.
BOUGIE PARFUMÉE ilmkertin frá MARC INBANE eru hágæða handgerð kerti sem koma í fallegum svörtum og hvítum munnblásnum glerglösum. Kertin eru framleidd eftir klassískum aðferðum og hellt í mörgum lögum til að vaxið og ilmurinn blandist fullkomlega út allan brunatímann. Kveikarnir eru sérvaldir til að eiga við hvern ilm og brenna kertin í 50 klst. 
MARC INBANE BOUGIE PARFUMÉE ilmkerti kerti Pastèque Ananas Tabac Cuir Scandy Chic Oriental Boisé heimilisilmur
Ilmkertin eru falleg gjöf við hvaða tilefni sem er handa þér eða þeim sem þér þykir vænt um og langar að dekra við. Kerti með ljúfum ilm lífga upp á öll heimili og eru því fullkomin tækifærisgjöf!
BOUGIE PARFUMÉE ilmkertin eru fáanleg í þremur ilmum til viðbótar við Oriental Boisé;
Pastèque Ananas er sætur ilmur með blóma- og ávaxtakeim. 
Tabac Cuir einkennist af hinni klassísku Chypre ilmblöndu sem hefur fágaða blöndu af sandalvið og bergamíu sem gefur léttan sítrusilm og hlýjan patchouli undirtón. 
Scandy Chic ilmurinn einkennist af blómum með viðar, vanillu og musku undirtónum. Djúpur og hlýr ilmur.
Þú getur verslað ilmkertin í netverslun okkar eða séð lista yfir sölustaði hér


Older Post Newer Post