Karfa 0

Marc Inbane - náttúrulegar brúnkuvörur

Hvað er það við vörurnar frá Marc Inbane sem gerir þær svona vinsælar hjá breiðum aldursflokki af öllum kynjum?
MARC INBANE marcinbane náttúrulega brúnkuvörur sjálfbrúnka brúnkusprey brúnkufroða brúnkukrem brúnka selftan self tan tanvörur sprey froða
1. GERIR HÚÐINA EKKI APPELSÍNUGULA
Náttúrulega brúnkuspreyið frá Marc Inbane er laust við karótín sem er gjarnan notað í brúnkuvörur, en karótín er efni sem veldur appelsínugulum tón í mörgum brúnkuvörum. Þegar þú notar Marc Inbane vörurnar þarftu ekki að hafa áhyggjur af appelsínugulu brúnkuslysi!
2. GERIR HÁRIРEKKI APPELSÍNUGULT
Vörurnar frá Marc Inbane hafa engin áhrif á hár, augabrúnir, augnhár eða skegg. Það eru þó undantekningar ef hár hefur verið aflitað stuttu áður. Því er gott að passa upp á að þvo hárið að minnsta kosti einu sinni á milli aflitunar og notkunar á brúnkuvörum.
3. FRAMKALLAR EKKI LITABLETTI
Brúnkuvörur framkalla ekki litabletti. Ef það eru sjánlegir litablettir á húðinni fyrir geta brúnkuvörur hins vegar ýkt ásýnd blettanna.
Gott ráð: Hægt er að hylja dekkri bletti með t.d. vaselíni áður en brúnkan er borin á líkamann sem gerir það að verkum að blettirnir taka ekki í sig lit.
4. VELDUR EKKI ÓTÍMABÆRRI ÖLDRUN HÚÐARINNAR
Dihydroxyacetone (DHA) er virka efnið í brúnkuvörum, en það getur örvað oxun í húð. Þess vegna er mjög mikilvægt að nota ekki brúnkuvörur minna en 24 tímum áður en farið er í sól og passa sig að vera ekki of lengi í sólinni. Með sólarvörn sem er rík af andoxandi efnum er hægt að vernda húðina gegn stakeindum, en þær valda ótímabærri öldrun.
Gott ráð: Reyndu að komast hjá því að nota brúnkuvörur marga daga í röð. Gefðu húðinni alltaf nokkra daga á milli til þess að jafna sig.
5. ÞAÐ MÁ NOTA VÖRURNAR FRÁ MARC INBANE Í SÓLINNI
Það er í góðu lagi að vera úti í sólinni með sjálfbrúnku. Brúnkuvörur hafa aðeins áhrif á efsta lag húðarinnar og fer því alltaf af með tímanum. Brúnkuvörur hafa engin skaðleg áhrif á húðina á meðan sólarljós getur haft mjög skaðleg áhrif. Það er þó nauðsynlegt að nota alltaf sólarvörn á húðina þegar farið er út í sól þar sem brúnkuvörurnar innihalda enga vörn gegn sólargeislum.
6. ÞÚ FÆRÐ HVORKI BLETTÓTTA NÉ RÖNDÓTTA HÚÐ
Vörurnar frá Marc Inbane skilja sjaldan eftir sig rákir og flekki þar sem við leggjum mikið upp með að leiðbeina hvernig best sé að nota þær. Ráðlagt er að nota hanskann eða burstana til að fá bestu útkomuna. 


Newer Post